Nýjast á Local Suðurnes

Ræddu tilboð í Seylubraut 1

Bæjarráð Reykjanesbæjar ræddi kauptilboð, sem lagt var fram frá Bílapunktinum, í Seylubraut 1 í Innri Njarðvík á fundi sínum í morgun. Um er að ræða 4.092 fermetra atvinnuhúsnæði sem liggur við Reykjanesbraut og hefur meðal annars hýst Slökkviliðssafnið.

Málinu var frestað um sinn og bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.