sudurnes.net
Rúmlega þúsund undirskriftir gegn öryggisvistun - Local Sudurnes
Rúmlega eitt þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista gegn byggingu úrræðis Félagsmálaráðuneytis um öryggisvistun ósakhæfra einstaklinga í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. hægt er að setja nafn sitt á listann til 14. nóvember næstkomandi. “Málefni öryggisvistunar hefur verið til umræðu á upp á síðkastið í fréttamiðlum vegna þess hversu erfitt hefur reynst að tryggja öryggi íbúa í nágrenni við úrræðin, segir í texta sem fylgir söfnuninni. Við Íbúar Innri Njarðvíkur höfum miklar áhyggjur vegna þess í ljósi þess að ítrekað hefur verið vandamál með að fólk hefur sloppið frá öryggisgæslufólki og beitt börnum og fullorðnum ofbeldi bæði íhöfuðborginni og Akureyri,” segir einnig. Meira frá SuðurnesjumLítið hlutfall íbúa skrifað undir kröfu um bindandi íbúakosningar vegna kísilveraRöskun á söfnun úrgangs frá heimilumAuglýsa eftir presti til starfa við NjarðvíkurprestakallSkora á ráðherra – Ekki hægt að bíða lengur eftir heilsugæsluUndirskriftalisti vegna öryggisvistunar – Algjörlega óviðunandi staðsetningFimmtíu þúsund króna inneign í verðlaun í nafnasamkeppniLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaSuðurnesjabær gerist Heilsueflandi samfélagAllt í rusli á Ásbrú – “Kennum fólki að opna ruslatunnu, setja ruslið ofan í og loka”Vilja flytja starfsemi Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar