sudurnes.net
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu - Local Sudurnes
Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur í sam­ráði við lög­reglu­stjórann á Suður­nesjum lýst yfir ó­vissu­stigi al­manna­varna vegna jarð­skjálfta­hrinu á Reykja­nes­skaga. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Al­manna­vörnum. „Jarð­skjálfta­hrina hófst upp­úr há­degi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veður­stofa Ís­lands hefur sett Krýsu­vík á gult vegna flug­um­ferðar en mesta virknin er NA við Fagra­dals­fjall,“ segir í til­kynningunni. Al­manna­varnir hvetja íbúa til þess að huga að lausa- og innan­stokks­munum sem geta fallið við jarð­skjálfta og huga sér­stak­lega að því að ekki geta fallið lausa­munir á fólk í svefni. Meira frá SuðurnesjumUnited flýgur daglega á KEF í sumarSendiherra Póllands hvetur landa sína til að skrá sig í bakvarðasveitirNjarðarbraut lokuð næstu dagaNjarðarbraut lokuð vegna framkvæmdaBúist við mikilli eftirspurn yfir páskana – Farþegar hvattir til að bóka bílastæði fyrir brottförNauðsynlega vantar að bæta samgöngur“Leiðinlegustu jól til ykkar…” – Snjómokstur í Reykjanesbæ fær lof og last frá íbúumLoka Grindavíkurvegi í báðar áttir vegna framkvæmdaBreytingar á akstri strætó yfir jól og áramótRafræn söfnun undirskrifta vegna deiliskipulags í Helguvík er hafin