sudurnes.net
Bæjarstarfsmenn fá bónus vegna COVID-19 - Local Sudurnes
Bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til að starfsmönnum sveitarfélagsins verði veittur bónus vegna þeirrar einstöku stöðu sem verið hefur að undanförnu vegna kórónufaraldursins og framlags starfsmanna við að leysa úr málefnum bæjarfélagsins í því sambandi. Umbunin verður veitt í formi gjafabréfs sem nýta má til úttektar hjá fyrirtækjum heimamanna í Grindavík. Tillagan var samþykkt og fá starfsmenn sem eru í starfi í maí 2020 10.000 króna gjafabréf til nota í fyrirtækjum í Grindavík samkvæmt lista sem samþykktur var á fundinum. Meira frá SuðurnesjumTakmörkun á starfsemi og þjónustu Suðurnesjabæjar vegna COVID-19Rekstrarniðurstaða verður neikvæð og beiðnum um fjárhagsaðstoð mun fjölgaBæjarráð Suðurnesjabæjar skorar á ríkisvaldiðLeggja 30 auka milljónir í vatnsrennibrautVegagerðin og Ístak ná samkomulagi um tvöföldun ReykjanesbrautarSýna Formheim Bjargar ÞorsteinsdótturFjölmennur íbúafundur í Stapa – Biðla til almannavarna að grípa til aðgerðaLeita að verktökum til að byggja 50 herbergja gistiskýli á KeflavíkurflugvelliÓska eftir upplýsingum um kostnað við ráðgjafaÓska eftir tilboðum í tengibyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja