sudurnes.net
Íbúafundur vegna mengunar verður haldinn í Stapa í kvöld - Local Sudurnes
Íbúafundur vegna ófyrirséðar loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður haldinn í Stapa í kvöld, en á annað hundrað kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun og Reykjanesbæ frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar frá kísilmálmverksmiðjunni. Þá hafa vel á fjórða þúsund manns sett nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem farið er fram á að starfsleyfi United Silicon verði tekið til endurskoðunar og að verksmiðju Thorsil, sem enn er á teikniborðinu, verði ekki veitt starfsleyfi. Á fundinum, sem hefst klukkan 20, verða fulltrúar frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar, United Silicon, Orkurannsóknum Keilis og frá Umhverfisstofnun. Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður auk þess sem leyfðar verð fyrirspurnir úr sal. Meira frá SuðurnesjumHelguvíkurhúmor vekur athygli á veraldarvefnumÁrni Sigfússon: “Annað hvort ná menn að loka á þessa mengun eða kísilverið lokar”Mikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkYfir 20 frávik skráð vegna verksmiðju USi – Sjáðu ítarlegt bréf UST hér!Telur að byggingafulltrúi hafi farið út fyrir valdheimildir – Verkferlar endurskoðaðir og fundir tíðariKvartanir um mengun þrátt fyrir að slökkt sé á ofni – 3500 vilja kísilver burt úr HelguvíkKrefjast þess að ofn United Silicon verði ekki ræsturNýtt myndband sýnir töluverðan reyk á vinnusvæði United SiliconÍbúar fá tveggja sólarhringa fyrirvara þegar ofn USi verður ræsturEkki hættuleg efni sem losuð voru [...]