sudurnes.net
Bílastæðafyrirtæki býður félagasamtökum að nýta starfsfólk sitt til góðra verka - Local Sudurnes
Bílastæðaþjónustan BaseParking hefur boðið félagasamtökum á Suðurnesjum að nýta starfsfólk fyrirtækisins til góðra verka í því ástandi sem nú ríkir. Fyrirtækið hefur undanfarin ár starfað á Keflavíkurflugvelli en eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins er nú í lágmarki enda lítið sem ekkert flug til og frá landinu. “Nú þegar eftirspurn eftir þjónustu okkar fór skyndilega niður þá ætlum að nýta krafta BaseParking í að aðstoða þá sem þurfa á því að halda. Við höfum því boðið krafta okkar til ýmissa samtaka á suðurnesjum, meðal annars fyrir matarúthlutanir.” Segir meðal annars í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu fyrirtækisins, en hana má sjá í heild hér fyrir neðan. Meira frá SuðurnesjumDómaraskortur í Vogum – Ýmis flott fríðindi í boði fyrir dómaraLöggan á léttum nótum – #keilan og hestur tekinn með grasFjölmiðlahópur 3S tók lauflétt viðtöl við valinkunna Sandgerðinga – Myndband!Glæfraakstur litinn alvarlegum augum – Bílstjórinn áminnturHelgi Seljan um málaferli gegn Atla Má: “Skömm að þessu helvíti.”F**k the police – Lögreglumaður á Facebookvakt þakkar fyrir góða ábendinguNóg um að vera á nýrri Fésbókarsíðu Skessunnar í hellinumStarfsfólk HSS og BS fara á kostum í dansi og skora á aðra – Sjáðu myndböndin!Leoncie sendir Donald Trump hamingjuóskirHalda Sporthúsinu opnu en gera töluverðar breytingar á starfseminni