Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert trampólínstökk og tunnuhlaup á Ljósanótt

Lögreglam á Suðurnesjum hvetur fólk til að huga að lausamunum fyrir helgina þar sem veðurspá er frekar óhagstæð. Hápunktur Ljósanætur er um helgina og vilja lögreglumenn helst sleppa við viðburði eins og trampólínstökk, ruslatunnuhlaupi og feluleik garðhúsgagna, eins og segir í Facebookfærslu, sem sjá má í heild hér fyrir neðan.

Nú nálgast Ljósanótt óðfluga og er frábær dagskrá hátíðarinnar að finna á vefsíðu Ljósanætur. Þar er að finna viðburði sem henta öllum aldurahópum.
Við myndum þó helst vilja reyna að afstýra nýjum viðburðum eins og trampólínstökki, ruslatunnuhlaupi og feluleik garðhúsgagna og annarra lausamuna.

Tryggjum endilega lausamuni fyrir helgina. Búist er við suðaustan stormi og rigningu á föstudagskvöld og fram á laugardag. Verst verður veðrið sunnan- og vestantil en útlit er fyrir að það verði slæmt í öllum landshlutum.
Krossum puttana fyrir góðu veðri