sudurnes.net
Farangursvagn á flugi skemmdi flugvél WOW-air - Farþegar fastir í Miami - Local Sudurnes
Ein af þremur Airbus A330 breiðþotum WOW air mikið skemmd eftir aað farangursvagn fauk á vélina, við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í óveðrinu á annan í páskum. Atvikið hefur ollið flugfélaginu töluverðum vandræðum og varð til þess að farþegar á vegum flugfélagsins eru strandaglopar í Miami í Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki verið mikið vandamál að fá farþega til að hinkra aðeins í Miami að sögn Svönu Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa WOW-air. „Við óskuðum eftir sjálfboðaliðum sem vildu fresta heimför og það gengur mjög vel. Allir þeir farþegar sem áttu að fara heim á þriðjudaginn fara heim með vélinni á morgun [í dag]. En það eru auðvitað margir sem eru til í að vera lengur í sólinni úti í Miami og verða þá lengur,“ segir Svana, í samtali við Fréttablaðið. Meira frá SuðurnesjumFarangursvagn frá samkeppnisaðila olli WOW-air 100 milljóna króna tjóniAflýsa ferðum til og frá Miami vegna fellibylsWOW air hefur flug til L.A. – Myndir!Yfir 600 Suðurnesjamenn gætu misst vinnunaWOW-air pantar þotur – Geta flogið beint til Asíu frá KeflavíkurflugvelliKínverskt flugfélag hefur hafið miðasöluGjaldþrot WOW-air mikið högg en hefur ekki áhrif á framtíðar­horf­ur Airport AssociatesIsavia hefur áhyggjur af stærð LeifsstöðvarPlay tekur flugið – Ógrynni starfa í boðiPrimera Air fyrsta flugfélagið í heiminum til að [...]