sudurnes.net
Verkfallsaðgerðir ná ekki til Suðurnesja þrátt fyrir sameiningu VS og VR - Local Sudurnes
Verkfallsaðgerðir VR, sem hefjast þann 3. apríl næstkomandi mun ekki ná til hótela og hópferðafyrirtækja á Suðurnesjum þrátt fyrir að sameining Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS) og VR taki gildi þann 1. apríl næstkomandi, að því gefnu að sameiningin verði samþykkt á aðalfundi VR. Þetta staðfesti Guðbrandur Einarsson, formaður VS, í spjalli við Suðurnes.net. Félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja samþykktu sameiningu við VR í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk um miðjan mars. Aðgerði VR ná til félagsmanna sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, en sjá lista yfir hótelin hér að neðan. Verkfallsaðgerðir VR hefjast þann 22. mars, en félögin munu að öllum líkindum sameinast þann 1. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar verða á eftirfarandi dögum: 1. Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur) 2. Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar) 3. Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar) 4. Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar) 5. Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar) 6. Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til [...]