sudurnes.net
Keflvíkingar enduðu deildina í þriðja sæti - Fá Tindastól í úrslitakeppninni - Local Sudurnes
Keflvíkingar enduðu deildarkeppnina í þriðja sæti eftir 73-71 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Keflvíkingar geta sjálfum sér um kennt, en þeir leiddu nær allan leikinn. Sóknarleikur Keflvíkinga var í slappara lagi í kvöld og voru nokkrir leikmenn liðsins ekki að ná sér á strik, til að mynda skoraði Valur Orri Valsson ekkert stig úr átta tilraunum. Þriðja sæti deildarinnar þýðir að liðið mun mæta Tindastól í úrslitakeppninni en mótherjar Stjörnunnar verða Njarðvíkingar. Magnús Már Traustason var stigahæstur Keflvíkinga með 18 stig, Jerome Hill skoraði 14 og Reggie Dupree 11. Meira frá SuðurnesjumDominos-deildin: Sigur hjá Keflvíkingum – Tap hjá NjarðvíkingumSlakur varnarleikur felldi Keflvíkinga gegn TindastóliStórsigur hjá Keflvíkingum – Grindvíkingar niðurlægðir á heimavelliTindastóll hafði betur í KeflavíkTindastóll hafði ekki kærurétt – Hill mun leika með Keflavík á mánudagKeflvíkingar komnir í frí – Náðu sér aldrei á strik á SauðárkrókiKeflvíkingar taka á móti Snæfelli í kvöld – Leik UMFN og Tindastóls frestaðKeflavík úr leik eftir tap gegn KR í háspennuleikElvar Már með sigurkörfuna á síðustu sekúndu eftir tvær framlengingarÞróttarar töpuðu fyrir toppliðinu