sudurnes.net
Bæjarstjóri útskýrir flöggun - Local Sudurnes
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, fann sig knúinn til að útskýra tilvist bandaríska fánans, sem flaggað hefur verið undanfarna daga í skrúðgarðinum í Keflavíkurhverfi Reykjanesbæjar, í fjölmennum Íbúahóp á Facebook. Það að fánanum hafi verið flaggað á þessum stað hefur ollið nokkrum misskilningi og vakið upp umræður á samfélagsmiðlum, hvar sitt sýnist hverjum. Nú er, tímabundið í 2 daga, búið að flagga ameríska fánanum á stóru flaggstöngina í skrúðgarðinum. Þetta er hluti af leikmynd sjónvarpsþáttanna sem verið er að taka á Hafnargötunnni en flaggstöngin sést í mynd frá ákveðnum sjónarhornum myndavélanna. Sagði Kjartan Már til útskýringar. Meira frá SuðurnesjumMöguleiki á að rafmagnslaust verði á Suðurnesjum á morgunEkki vitað hvað olli klukkustundar löngu rafmagnsleysi – Hafði áhrif á árangur í tölvuleikjumLögreglan á Suðurnesjum rannsakar umfangsmikið barnaníðingsmálVilja flytja starfsemi Útlendingastofnunar til ReykjanesbæjarRútuferðir á 15 mínútna fresti að gosstað – Svona gengur þetta fyrir sig!Ríkið tryggi nauðsynleg fjárframlög til heilbrigðisþjónustu og samgangnaSkora á tjónvald að gefa sig framSlæmur dagur hjá Njarðvík og Grindavík í Dominos-deildinniTjónið vegna óveðursins einna mest á ReykjanesiÍbúafundur fyrir Grindvíkinga