sudurnes.net
Duus Safnahús og Hótel Keflavík verðlaunuð - Local Sudurnes
Duus Safnahús hlaut um helgina Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum og Hótel Keflavík Þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum. Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri Reykjanes Geopark og Þuríður Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness afhentu Valgerði Guðmundsdóttur menningarfulltrúa og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum og Steinþóri Jónssyni Þakkarverðlaunin. Saga Duus Safnahúsa nær aftur á 19. öld þegar þar var blómleg verslun og fiskvinnsluhús Peter Duus. Duus Safnahús eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar og hýsa aðal sýningarsali Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar. Bæði söfnin hafa hlotið viðurkenningu Safnaráðs. Þar er einnig upplýsingamiðstöð ferðamanna, Gestastofa Reykjaness jarðvangs (Geopark), Bátafloti Gríms Karlssonar og fleiri sýningar. Hótel Keflavík var opnað árið 1986 af feðgunum feðgarnir Jón William Magnússyni og Steinþóri Jónssyni. Meira frá SuðurnesjumLionsmenn afhentu Grindavíkurbæ fyrsta eintak af sögu klúbbsinsSýning á Þingvallamyndum í DUUS – Framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018Hættir eftir að hafa starfað í tæpa hálfa öld hjá bæjarfélaginuBláa Lónið er nýr þátttakandi í VakanumFimm stjörnur og þyrlupallur á 30 ára afmæli Hótel KeflavíkurFasteignamat lækkar á SuðurnesjumUppskeruhátíð yngri flokka NjarðvíkurSuðurnesjabær fær 15 milljóna verkefnastyrkiGrípa verður til áhrifaríkra mótvægisaðgerðaAtvinnuleysistölur í hæstu hæðum