sudurnes.net
Byggja 37 íbúðir til útleigu til handa öryrkjum - Local Sudurnes
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju leigufélags, rituðu undir viljayfirlýsingu um byggingu íbúða sem ætlaðar eru til útleigu til handa öryrkjum í Reykjanesbæ. Byggist áætlun þeirra meðal annars á því að hægt sé að fá mótframlag frá ríki og sveitarfélagi uppá 30% byggingarkostnaðar. Afgangurinn er síðan fjármagnaður með fjármagni sem Brynja leigufélag setur í verkið. Brynja leigufélag áformar að stækka íbúðasafn sitt á svæðinu um 37 íbúðir á tímabilinu 2023-2026. Nú þegar hafa 7 íbúðir verið afhentar til útleigu með afhendingu húsnæðis að Stapavöllum á dögunum. Meira frá SuðurnesjumHeilsuleikskólinn Háaleiti á Ásbrú fékk GrænfánannElvar Már með stórleik – Sjáðu sturlaðar stoðsendingar og magnaðar körfur!Hægt að spara allt að 30% með því að skipuleggja innkaupin réttGerir athugasemdir við vinnubrögð VinnumálastofnunarEnn óánægja með breytingar á leiðarkerfi strætó – “Reykjanesbær dregur lappirnar”Gikkskjálftar við ReykjanestáMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnGuðrún María verðlaunuð fyrir friðarteikninguFleiri missa pláss í FLEGylfi Már verður aðstoðardómari í lokaleik Spánar fyrir EM