sudurnes.net
Beint flug á milli Riga og Keflavíkur í sumar - Local Sudurnes
AirBaltic hefur bæst á listann yfir þau flugfélög sem hafa boðað flug til Íslands næsta sumar en nokkur flugfélög hafa frá því í haust tilkynnt um komu sína til Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fra, á vefnum alltumflug.is. Lettneska flugfélagið airBaltic mun hefja flug hingað frá og með 28. maí og verður flogið beint frá Riga til Keflavíkur. „Með þessari nýju flugleið mun bjóðast einstakt tækifæri á að skoða Reykjavík sem er ein magnaðasta borgin á Norðurlöndum þar sem er að finna hrífandi landslag og fallega náttúru. Á sama tíma munu ferðamenn frá Íslandi fá tækifæri til að fljúga til baltnesku landanna“, hefur alltumflug.is eftir Wolfgang Reuss hjá air Baltic. Flogið verður með vélum af gerðinni Boeing 737-300 tvisvar í viku en áætlaður flugtími er um 4 klukkustundir og fimm mínútur og munu fargjöld kosta frá 19.600 krónum aðra leiðina með sköttum. AirBaltic býður upp á áframhaldandi flug til 60 áfangastaða til Evrópu, Miðausturland, Rússlands og til landa fyrrum Sovíetríkjanna en félagið flýgur m.a. til Abu Dhabi, Minsk, Moskvu, Tashkent, Tbilisi auk fjölda annarra borga. Meira frá SuðurnesjumArnór Ingvi skoraði sigurmarkið – Ingvar átti náðugan dag í markinuKrakkakosningar 12. – 14. maíFlugvél snúið við eftir að farþegi lét ófriðlegaKínverskt flugfélag hefur hafið miðasöluHagnaður [...]