Nýjast á Local Suðurnes

Sjálfstæðisflokkurinn heldur kynningu um skattaskjól

Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ hafa boðað til fundar næstkomandi laugardag í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík, samkvæmt auglýsingu verða umræður um skattaskjól, kosti þeirra og galla, á dagskrá fundarins auk þess sem farið verður yfir hvað sé löglegt og hvað ólöglegt í þeim efnum.

Gestur fundarins verður Oddgeir Ottesen, hagfræðingur og fyrrverandi varaþingmaður Suðurkjördæmis. Oddur er með doktorsgráðu í hagfræði frá University of California, Santa Barbara.

Fundurinn hefst klukkan 11 og eru allir velkomnir.