sudurnes.net
Próflaus með þrjú börn án öryggisbúnaðar í bíl - Local Sudurnes
Það má segja að ýmsu hafi verið ábótavant hjá ökumanni sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina. Bifreiðin sem hann ók var ótryggð. Í henni voru fimm farþegar en hún var einungis skráð fyrir fjóra slíka. Þrjú börn voru í aftursætinu en þau voru ekki í barnabílstólum né með annan tilskilinn öryggisbúnað. Ökumaðurinn gat ekki framvísað ökuskírteini né sýnt fram á að hann væri yfir höfuð með ökuréttindi. Skráningarmerkin voru fjarlægð af bifreiðinni og atvikið tilkynnt til barnaverndarnefndar. Meira frá SuðurnesjumGjaldskylda við FagradalsfjallErlendir ferðamenn veltu bíl sínum á SuðurstrandarvegiGómaður með “slatta” af kannabisteMeð tvö börn í bíl án öryggisbúnaðarÁlft með unga truflaði umferð um ReykjanesbrautLeitað að konu sem leitaði að hundi – Þyrla Landhelgisgæslunnar ræst útFerðamenn í vandræðum á SuðurstrandavegiGlæfralegur akstur starfsmanna Icelandair – Lögregla brást ekki við ábendinguUm 150 nemendur FS tóku þátt í árlegum forvarnardegi ungra ökumannaKaupa þjónustu af Reykjanesbæ næstu þrjú árin