Nýjast á Local Suðurnes

Bonn­eau gæti spilað í úrslitakeppninni – Flest lið hefðu sent hann heim

Bandaríkjamaðurinn knái sem lék með Njarðvíkingum á síðsta tímabili, Stef­an Bonn­eau gæti mögulega leikið með liðinu á tímabilinu, en hann virðist óðum vera að ná sér af meislum sem hann hlaut á æfingu í upphafi tímabilsins. Þetta kemur fram í viðtali sem karfan.is tók við Gunnar Örlygsson formann körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.

„Bata­ferlið er á góðri braut og hann virðist vera að ná sér furðu hratt miðað við hversu al­var­leg þessi meiðsli voru þannig að það er ekk­ert ólík­legt að hann verði kom­inn í lag, fyrr, frek­ar en seinna, þó svo að ég geti ekk­ert sagt ná­kvæm­lega til um það,” sagði Gunn­ar.

Þá kemur fram í viðtalinu að náungakærleikur hafi ráðið því að Njarðvík­ing­ar ákváðu að halda í bandaríkjamanninn sem er án efa einn besti körfuknattleiksmaðurinn sem hefur leikið hér á landi og hjálpa hon­um að koma sér í gegn­um þetta erfiða meiðslatímabil.

„Menn mega hlæja að því eða gera grín að því en þetta er bara ná­ungakær­leik­ur og ekk­ert annað sem veld­ur því að við höf­um tekið hann að okk­ur. Hann hef­ur fengið gist­ingu, af­not af bíl og fengið mat og eitt­hvað af pen­ing­um. Við höf­um hjálpað hon­um með sjúkra­ferlið og hann bros­ir all­an hring­inn,” sagði Gunn­ar.

„Hann er skráður í liðið, hann er Njarðvík­ing­ur, bara meidd­ur, á sjúkra­lista. Auðvitað væri það ekki verra fyr­ir okk­ur litla klúbb sem er bú­inn að gera mikið fyr­ir hann. Flest­ir klúbb­ar hefðu lík­lega sent hann heim, ekki sinnt meidd­um leik­manni utan samn­ings, Banda­ríkja­manni,” sagði Gunn­ar.

„Í flest­um til­fell­um hef­ur það verið svo­leiðis að mér skilst í gegn­um árin þegar svona mál  hafa komið upp. Við ákváðum að fara aðrar leiðir. Kannski fáum við það ein­hvern veg­inn til baka en þetta er ekki gert með þeirri hugs­un. Ef hann er kom­inn í lag á yf­ir­stand­andi tíma­bili, þá er þessi maður ekk­ert að fara að spila mikið fyr­ir klúbb­inn okk­ar. Þetta eru það al­var­leg meiðsli að ég ef­ast um að hann muni spila mikið ef nokkuð í úr­slita­keppn­inni,“ sagði Gunn­ar.

Viðtalið við Gunnar má finna hér.