sudurnes.net
Hringtorg á Reykjanesbraut og breytingar á Hafnavegi verði samgönguáætlun samþykkt - Local Sudurnes
Breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015–2018 verður tekin fyrir á alþingi á morgun. Í tillögunni er gert ráð fyrir 300 milljónum króna til framkvæmda á Reykjanesbraut og á Hafnavegi. Veittar verða 200 milljónir króna vegna tveggja hringtorga á Reykjanesbraut, strax á næsta ári, verði tillagan samþykkt, auk þess sem 100 milljónir króna verða settar í breytingar á Hafnavegi – Í nefndaráliti sem fylgir tillögunni er þó tekið fram að áður en að af framkvæmdum á Hafnarvegi geti orðið þurfi að ráðast í nauðsynlega skipulagsvinnu á svæðinu. Tillöguna í heild sinni má sjá hér. Meira frá SuðurnesjumRíkið kynnir aðgerðir á Suðurnesjum – Fjórir milljarðar í verkefni á KEFHaraldur Freyr og Magnúsar hætta hjá KeflavíkVerslunarrisar skella í lás í ReykjanesbæMosabruni við Nesveg – Um 100 fermetra flötur brannUm 200 ökumenn stöðvaðir og ekki króna í ríkiskassannFrægir taka þátt í afmælisveislu 11 ára flóttastelpu sem vísað verður úr landiB-lið Njarðvíkur mætir Skallagrími í bikarnum – Með um 200 landsleiki að bakiErna Hákonardóttir leikur með Keflavík næstu tvö árinKostnaður við stjórnsýslu Reykjanesbæjar eykst gríðarlegaEkki til aur fyrir heimtaug