sudurnes.net
Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar - Geo Hotel fékk verðlaun fyrir vel heppnaðar breytingar - Local Sudurnes
Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkurbæjar auglýsti á dögunum eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna ársins 2015. Fjölmargar góðar tilnefningar bárust og var úr vöndu að ráða fyrir nefndina enda margir glæsilegir og vel hirtir garðar í Grindavík eins og annarstaðar á Suðurnesjum. Eftir að hafa farið í skoðunarferð um bæinn og skoðað alla þá garða sem tilnefndir voru komst nefndin þó að niðurstöðu, og fengu eftirfarandi garðar afhent verðlaun í gær: Verðlaun fyrir fallegan og gróin garð: Leynisbrún 1 Verðlaun fyrir fallegan og gróin garð: Mánagata 21 Verðlaun fyrir vel heppnaða ræktun við erfiðar aðstæður: Vesturhóp 16 Verðlaun fyrir vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi: Geo hótel Geo Hotel fékk verðlaun fyrir vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi Meira frá SuðurnesjumÍbúi númer 15.000 þúsund bætist í hópinn um helginaHeilsuleikskólinn Heiðarsel fagnaði 25 ára afmæliAndlit Bæjarins færðu Hæfingarstöðinni myndir að gjöfGrindvíkingar kynna hreyfivikuna á morgunverðarfundi í fyrramáliðLitla Gula hænan sýnd í Grindavík í dagKennarar og nemendur FS taka þátt í MottumarsGeoparkar á norðurslóðum funduðu í GrindavíkGeoHotel á topp 10 lista TripAdvisorHeilsuleikskólinn Háaleiti á Ásbrú fékk GrænfánannNjarðvíkingar skelltu í afmælisveislu fyrir einn dyggasta stuðningsmanninn