sudurnes.net
Ákærður fyrir að hafa stofnað lífi vegfarenda í hættu - Ók á öðru hundraðinu um Hafnargötu - Local Sudurnes
Karl­maður um tvítugt hef­ur verið ákærður fyr­ir að hafa í tvígang stofnað lífi og heilsu annarra veg­far­enda í háska með því að hafa ekið bif­reið sinni á allt að 200 km hraða, innanbæjar í Reykja­nes­bæ, á Reykja­nes­braut og á Hafna­vegi. Maður­inn ekki stöðvun­ar­skyldu lög­reglu og stakk af. Samkvæmt ákæru ók maður­inn um Hafn­ar­götu og Njarðarbraut, ná­lægt Hljóma­höll á allt að 139 km hraða, en leyfður há­marks­hraði er þar 50 km hraði. Hélt maður­inn áfram í átt að Innri-Njarðvík á allt að 170 km hraða þar sem há­marks­hraði er áfram 50 km á klst. Maður­inn hélt áfram á aust­ur Stapa­braut og á hring­torgi við Njarðvík­ur­veg tók hann stefn­una í átt að Reykja­nes­braut og þar í vest­ur átt að Fitj­um á allt að 180 km hraða, en há­marks­hraði þar er 90 km á klst. Fór maður­inn því næst suður Hafna­veg og svo suður Þjóðbraut á allt að 140 km hraða og var hann þá aft­ur kom­inn á 50 km svæði. Næst lá leiðin aust­ur Græ­nás­braut og inn á Aust­ur­braut, án þess að virða stöðvun­ar­skyldu á gatna­mót­um, og á ný að Hafna­vegi og á Reykja­nes­braut og í átt að Grinda­vík­ur­vegi. Þar mæld­ist hann á allt að 200 km hraða þar sem há­marks­hraði er [...]