sudurnes.net
Viðræður skila árangri - Ekki óskað eftir að skipuð verði fjárhagsstjórn yfir Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Reykjanesbær hefur ákveðið að leita ekki eftir því, að svo komnu máli, að bænum verði skipuð fjárhagsstjórn. Viðræður við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. hafi skilað árangri og aðilar sammælst um umfang skuldavanda sveitarfélagsins, þetta kemur fram á Vísi.is. Í kjölfarið muni vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnanna þess halda áfram. Rætt verði við aðra kröfuhafa bæjarfélagsins og stofnana þess á grundvelli viðræðna við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. Kapp verður lagt á að ljúka þeim eins fljótt og auðið er. Meira frá SuðurnesjumLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaSkipuleggja mótmæli fyrir utan kísilver United SiliconVilja funda með dagforeldrum vegna fyrirhugaðra gjaldskrárhækkanaFramlengja yfirdrátt vegna slæmrar lausafjárstöðuNesfiskur skoðar verklag við notkun gasbyssu eftir útkall sérsveitar lögregluTillögur vegna gömlu sundhallarinnar ræddar í kvöldReykjanesbær óskar eftir lengri fresti – Enn von um að ná samkomulagiLeggja til við bæjarstjórn að óskað verði eftir fjárhaldsstjórn yfir ReykjanesbæMinnihlutinn vill ekki fjárhaldsstjórn náist ekki samkomulag við kröfuhafaFjárfesta í búnaði sem mun skila nær hreinu vatni út í Stakksfjörð