sudurnes.net
Umferð um Suðurstrandaveg nær fimmfaldast - Local Sudurnes
Umferð um Suðurstrandarveg jókst um 484% allt frá því að gosið hófst í Geldingadölum og til 15. apríl. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar um umferðartölur. Á vef Vegagerðarinnar segir að á sama tíma hafi umferð aukist um 21 af hundraði á Reykjanesbraut og 73% um Grindavíkurveg. Suðurstrandarvegur var lokaður þegar gosið hófst en umferð var hleypt um hann að nýju 23. mars. Mest umferð var um veginn 2. apríl þegar 4.300 óku veginn. Meira frá SuðurnesjumFramkvæmdir hafnar við 20 milljarða verkefniFengu fjarvistir vegna þátttöku á þingi UMFÍ um ungt fólk og lýðræðiFjöldi smáskjálfta á ReykjanesiVarðar almannahagsmuni að breyta húsnæði við HafnargötuAtli Már ráðinn upplýsingafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret SolsticeYfir 260 ökumenn stöðvaðir um helgina – Allir með sitt á hreinu á laugardaskvöldiFasteignaverð í Reykjanesbæ hækkar hraðar en í ReykjavíkHælisleitandi í gæsluvarðhald – Handtekinn með mikið magn af reiðuféDregur verulega úr skjálftavirkni við GrindavíkRúmlega 20 milljónir króna frá Minjastofnun í verkefni á Suðurnesjum