sudurnes.net
Hættur sem fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice - Local Sudurnes
Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason er hættur störfum fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, eftir stutt stopp í starfi en hann var ráðinn sem fjölmiðlafulltrí hátíðarinnar í janúar síðastliðnum. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa staðið í ströngu undanfarin misseri þar sem fjármál hátíðarinnar hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Skipuleggjendur eru sagðir skulda Reykjavíkurborg og tónlistarmönnum tugmilljónir króna og ekki er útséð með að hátíðin fari fram. Ekki náðist í Atla Má við vinnslu fréttarinnar, en gera má ráð fyrir að fjölmiðlar hafi reynt að ná af honum tali vegna mála sem snúa að hátíðinni. Atli greinir frá því á Facebook að af gefnu tilefni vilji hann taka fram að hann sé hættur störfum fyrir hátíðarhaldara. Meira frá SuðurnesjumAtli Már ráðinn upplýsingafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret SolsticeHollur Suðurnesjaskyndibiti á Secret SolsticeKeflvíski rapparinn Kilo fór á kostum á Secret Solstice hátíðinniVinsælustu rapparar landsins skemmta í ReykjanesbæDæmi um að hitaveitureikningar hafi hækkað um tugi þúsunda eftir uppsetningu mælaMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkHvetur Suðurnesjamenn til að sniðganga Gentle Giants – Fyrirtækið skoðar rétt sinnAtli Már sýknaður í meiðyrðamáli – “Ég vann orrustuna en tapaði stríðinu”Helgi Seljan um málaferli gegn Atla Má: “Skömm að þessu helvíti.”Sprungur á Vatnsleysuströnd nánast fullar af rusli