sudurnes.net
Gamansögur í bland við blaður í talstöð í 12 tíma útkalli Odds V. Gíslasonar - Local Sudurnes
Línuskipið Fjölnir GK 657 sem Vísir gerir út varð vélarvana í gær um 30 sjómílur suður af Grindavík. Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út og tók það áhöfnina á Oddi V. Gíslasyni um 2 tíma að sigla að skipinu. Heimferðin gekk þó öllu hægar enda Fjölnir um 40 metrar langur og þungur í togi eftir því, en skipin komu til hafnar í Grindavík um miðnætti í gær. Ferðin á Oddi V. Gíslasyni hófst um kl. 13 og var komið til hafnar í Grindavík um miðnætti, segir í stöðuuppfærslu á Fésbókarsíðu Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Þá kemur fram í færslunni að skipstjórinn í ferðinni sé hnyttinn og segi gamansögur í bland við blaðrið í talstöðinni. Facebook-færslu björgunarsveitarinnar, sem er í skemmtilegra lagi, má finna í heild sinni hér. Meira frá SuðurnesjumLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaLagaleg óvissa vegna sölu á Óla á Stað til LoðnuvinnslunnarLjósanæturhlaup Lífsstíls á miðvikudag – Styrkja Barnaspítala HringsinsKynna breytingar á aðalskipulagiSjö Suðurnesjastúlkur á NM yngri landsliða í körfuboltaGötulokanir vegna bæjarhátíðarOddur V. Gíslason fór í langferð eftir rannsóknardufliPrófkjör Pírata í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninga hefst 2. ágústMakrílveiðar ganga vel – Reyna að sporna við átu með kælinguÍbúafundur í Hljómahöll um aðalskipulag Reykjanesbæjar