sudurnes.net
Unglingar ónáða hótelgesti - Kasta boltum í rúður herbergja - Local Sudurnes
Hópur unglinga hefur stundað þá iðju að ónáða gesti GeoHotel í Grindavík með því að lemja á rúðurnar á herbergjunum, kasta boltum í rúðurnar og spóla í hringi, á bifreiðum, á planinu vestan megin hótelsins. Þetta kemur fram í grein sem stjórnandi hótelsins skrifar og birt er á vesfmiðlinum Grindavik.net. Í grein sinni biðlar hótelstýran til foreldra í Grindavík að ræða við unga fólkið í bænum um virðingu og almenna kurteisi við þá gesti sem heimsækja Grindavík. Þá segir hótelstýran að þolinmæðin sé komin að þolmörkum og að næsta skref í málinu sé einfaldlega að að hafa samband við lögregluna. Þá segir í greininni gistinóttum á hótelinu fjölgi stöðugt og að gestir séu almennt hrifnir af Grindavík og ekki síst fólkinu í bænum. Greinina í heild sinni má lesa hér. Meira frá SuðurnesjumLeikið á sumarflötum á Opna Nóa Siríusmótinu í LeiruMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnDeila um leigu á Reykjadalsá – Stangveiðifélag Keflavíkur stefnir Fiskistofu og formanni veiðifélagsÞéna vel í Of Monster And Men – Raða sér í efstu sæti tekjulista listamannaRænulítill með fíkniefni í vettlingiKarlmaður á sextugsaldri tekinn með 107 poka af kannabisefnumBúist við mikilli eftirspurn yfir páskana – Farþegar hvattir til að bóka bílastæði fyrir [...]