sudurnes.net
Starfsmenn erlendra ferðaskrifstofa kynntu sér möguleikana á Reykjanesi - Local Sudurnes
Um 40 starfsmenn frá ferðaskrifstofum víðsvegar um heim komu saman á veitingahúsinu Vitanum á dögunum og brögðuðu á dýrindis krabbaréttum, sem hafa verið gríðarlega vinsælir á veitingahúsinu undanfarin ár. Um var að ræða hóp sem kom hingað til lands í tengslum við ferðaráðstefnuna Mid-Atlantic, sem haldin var í Laugardalshöllinni þann 27. janúar síðastliðinn. Hópurinn sem staldraði við á Vitanum, og lét vel af krabbaveislunni, var á ferð um Reykjanesið að kynna sér þá möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða fyrir ævintýragjarna ferðamenn. Meira frá SuðurnesjumSláandi niðurstöður í úttekt um fjárveitingar til landshluta – Boðað til opins fundarLögregla fylgdi gildandi verklagsreglum – Rannsókn á andláti hófst eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings barstKarlakórinn óskar eftir söngglöðum SuðurnesjamönnumFjölga bílstjórum hjá vefverslun og sótthreinsa innkaupakerrurÁtta fulltrúar frá Reykjanesbæ heimsækja vinabæ – “Fjáraustur og vel væri hægt að koma kostnaðinum niður”Þrefalt fleiri lendingar á Keflavíkurflugvelli á aðfangadagKuldaleg veðurspá næstu dagaBæjaryfirvöld ræða við kennara – Skólar í Reykjanesbæ í hópi þeirra bestu á landinuNokkuð um vímuefnaakstur og árekstra á Suðurnesjum í vikunniReykjanesbær óskar eftir frekari fresti til að ljúka viðræðum við kröfuhafa