sudurnes.net
Sakar Suðurnesjafyrirtæki í gjaldþrotameðferð um óheiðarleg vinnubrögð - Local Sudurnes
Eigandi hópferðafyrirtækisins Hópferðir ehf., Ellert Scheving Markússon, sakar Suðurnesjafyrirtækið Sagatours ehf. um óheiðarleg vinnubrögð, en hann segir eigendur fyrirtækisins hafa breytt nafni þess rétt fyrir gjaldþrot til þess eins að koma höggi á fyrirtæki hans. Nafni Sagatours var breytt, að sögn Ellerts, í Hópferðir Ellerts ehf. rétt áður en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta. Ellert greinir frá þessu í opinni færslu á Facebook-síðu sinni, en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þá hafa eigendur beggja fyrirtækja tekið þátt í umræðum um málið á Fésbókar-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, sem er lokaður hópur áhugamanna um ferðaþjónustu, en í máli beggja kemur fram að fyrirtækin tvö hafi átt í samstarfi, sem endað hafi illa, á árunum 2014 og 2015. Meira frá SuðurnesjumFíklar hysji upp um sig og fargi notuðum sprautumÁrni Sigfússon hættir í pólitík – Margrét Sanders líkleg til að leiða listannSlæmt færi talin orsök banaslyssVerkefnið „Framtíðarsýn í menntamálum“ á meðal útvalinna verkefnaNjarðvíkingar fá liðstyrk í fótboltanumÞyrla landhelgisgæslunnar kölluð út vegna fjórhjólaslyssReykjanesbær býður upp á sveigjanleika til leikskólakennaranámsFjárfestar hafa fengið um 800 milljónir til baka af fjárfestingu í HS VeitumKaffitár tapaði 20 milljónum króna – Hár lögfræðikostnaður vegna forvals í FLELögregla mælir með GPS úrum – “Gerir þér kleift að [...]