sudurnes.net
Stöðvaður með stinningarlyf og steratöflur - Local Sudurnes
Tollverðir haldlögðu nýverið mikið magn stera sem karlmaður reyndi að smygla inn í landið í ferðatösku. Í tilkynningu frá Tollstjóra kemur fram að um hafi verið að ræða nær 20.000 steratöflur, ambúlur og stinningarlyfið Kamagra. Maðurinn hafði dvalið í Taílandi og var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn þegar hann var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tollstjóri kærði málið til lögreglunnar á Suðurnesjum sem fer með rannsókn þess. Rannsókninni miðar vel og er hún á lokastigi. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnBjóða út akstur almenningsvagna innan ReykjanesbæjarDæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hrækja á lögregluþjónDæmdur til að greiða rúmar 43 milljónir króna í sekt til ríkissjóðsFjárreiður Líknarsjóðs Ytri-Njarðvíkurkirkju til skoðunarSekta fyrir naglanaÓdýrara í sund í GrindavíkErlendur einstaklingur úrskurðaður í gæsluvarðhald – Framvísaði fölsuðu vegabréfiGreiddi tæpar 190 þúsund krónur í sekt á brautinniLögregla tekur tillit til langra biðraða við dekkjaverkstæði