sudurnes.net
Segja upp starfsfólki vegna lægri framlaga frá ríki - Local Sudurnes
Markaðsstofa Reykjaness þarf að segja upp starfsfólki þar sem samstarfssamningur félagsins við Ferðamálastofu var tekinn til endurskoðunar og framlag til Markaðsstofunnar lækkað. Samstarfssamningurinn var lagður fram og ræddur á síðasta stjórnarfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og telur stjórnin þennan samning óásættanlegan fyrir svæðið, eftir því sem kemur fram í fundagerð SSS. Lækkun milli ára hefur orðið til þess að segja þarf upp öðrum starfsmanni Markaðsstofunnar, segir einnig í fundargerðinni og hefur framkvæmastjóra verið falið að boða Ferðamálastjóra á fund stjórnarinnar. Ekki náðist í framkvæmdastjóra SSS við vinnslu fréttarinnar til þess að fá upplýsingar um hversu mikil lækkunin er og hvaða áhrif þetta hefur á starfsemi Markaðsstofu Reykjaness. Meira frá SuðurnesjumBoðuð á fund Íbúðalánasjóðs – Ræða aðkomu sjóðsins að húnæðssamlagsverkefniHSS vantar lækna og fjármuni til tækjakaupa – Raunhækkun í fjárlögum aðeins 1% á milli áraVilja funda með dagforeldrum vegna fyrirhugaðra gjaldskrárhækkanaBæjaryfirvöld ræða við kennara – Skólar í Reykjanesbæ í hópi þeirra bestu á landinuBoða sérfræðinga í loftgæðamálum á sinn fundNýráðinn þjálfari boðar stuðningsmenn á fundNettómótinu frestaðAukning í beiðnum um fjárhagsaðstoð ekki tengd Covid 19Bjóða bæjarbúum á fund um StapaskólaFjölgar á atvinnuleysisskrá á milli ára