sudurnes.net
Halda bæjarhátíð í Suðurnesjabæ - Local Sudurnes
Dagana 23. ágúst til 29. ágúst næstkomandi verður Suðurnesjabær litaður bleikum og fjólubláum litum þegar “litla bæjarhátíðin” fer fram. Undirbúningshópur hefur verið að störfum í sumar sem samanstendur af aðilum frá Reyni og Víði, unmennaráði, björgunarveitum, grunnskólum og starfsfólki stjórnsýslunnar og standa vonir til að hægt verði að vinna með hluta af þeim viðburðum sem búið var að festa í dagskrá og suma þeirra með breyttu sniði. Niðurstaðan er þó sú að sumu hefur þurft að breyta og aflýsa með stuttum fyrirvara. Hátíðarhöld á laugardagskvöldi bíða betri tíma þar til mögulegt verur að safna öllum bæjarbúum og öðrum gestum saman. Fjölskyldur og vinir eru hvattir til þess að brjóta upp dagana, lita umhverfi sitt bleikum og fjólubláum litum og gera skemmtilega hluti saman innan sinnar „kúlu“, segir í tilkynningu. Miðvikudagur 25. ágúst Kl.20.00. Bílabíó – nánar auglýst síðar en staðsetning líkleg við Víðisvöllinn.Litahlaup á göngu- og hjólastígnum á milli Garðs og Sandgerðis. Setning hátíðar með grunnskólanemum – Frestað Fimmtudagur 26. ágúst kl.18.00 – Fótboltaleikur: Reynir – KV á Blue vellinum í Sandgerði. Pulsupartý – íbúar hvattir til þess að halda sín eigin pulsupartý heima. Kl.20.00-21.30. Bókasafn Suðurnesjabæjar – Sandgerði. Lilja hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar. Sjá nánar um viðburð á facebook síðu Jazzfélagsins. kl.21.00 – Sjósund í Garðhúsavík [...]