sudurnes.net
Fluttur á sjúkrahús eftir ammoníaksleka í frystihúsi - Local Sudurnes
Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki hafði orðið í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæða hans var sú að ammoníaksrör í frystisamstæðu í vinnslusalnum rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Annar starfsmaður fann fyrir ertingu í öndunarvegi og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann var þó ekki talinn sýna merki um ammoníakseitrun. Slökkvilið Grindavíkur aðstoðaði við að gasræsta húsið og gekk það fljótt og vel. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti Vinnueftirliti um atvikið. Meira frá SuðurnesjumOlli árekstri á Þjóðbraut – Grunaður um akstur undir áhrifum með barn í bílnumÓklár á reglum um akstur í hringtorgi og olli árekstriFluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir mótorhjólaslysHeitt vatn á leið í húsOlli árekstri og hljóp út í móaEkki vitað hvað olli klukkustundar löngu rafmagnsleysi – Hafði áhrif á árangur í tölvuleikjumTheodór sló Íslandsmet í skotfimiFimm handteknir eftir árekstur í SandgerðiBrotinn eldingarvari olli þriggja tíma rafmagnsleysiBifhjólamaður sem féll af hjóli sínu og slasaðist grunaður um ölvunarakstur