sudurnes.net
Leita barna sem fæddust í kjölfar Ástarmánaðar - Local Sudurnes
Íþróttafélagið Þróttur Vogum leitar nú logandi ljósi barna sem fæddust 1. maí til 5. júní í ár, en þau munu eiga von á fínum glaðningi frá félaginu. Septembermánuður á síðasta ári var Ástarmánuður Þróttar í Vogum, í samstarfi við BLUSH, og voru íbúar hvattir til að fagna ástinni með þá von að hún bæri ávöxt, en þetta var gert þar sem eemendum hafði fækkað í grunnskóla og iðkendum félagsins hafði sömuleiðis fækkað í barna og unglingastarfi. Öll börn sem fæðast í maí og júní fá frítt í íþróttaskólabarna hjá félaginu árin 2025 til 2027. Kæru Vogabúar – Við leitum til ykkar – Hvaða börn fæddust á milli 1. maí og 5. júní í Vogum, segir í tilkynningu frá félaginu. Vinsamlegast senda okkur ábendingar á throttur@throttur.net Meira frá SuðurnesjumReykja­nes­bær sérstaklega tek­inn fyrir í nýrri skýrslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélagaGrindavíkurbær samþykkir frístundastefnu til næstu 5 áraSkóla- og menningarmál verða í Sandgerði og fjármálin og stjórnsýslan í GarðiFramtíðarsýn starfshóps virt að vettugiAndlát: Ásbjörn JónssonSendiherra Póllands heimsótti Reykjanesbæ – Um 4.000 íbúar af pólsku bergi brotnirLeita að verktökum til að byggja 50 herbergja gistiskýli á KeflavíkurflugvelliÁnægja með snjómokstur – Íbúar Reykjanesbæjar komust leiðar sinnar í morgunFjárhagslegum markmiðum náð í SandgerðiVerðlaun veitt fyrir best skreytta [...]