Nýjast á Local Suðurnes

Félagarnir framvísuðu fíkniefnum

Ökumaður sem lög­regl­an á Suður­nesj­um tók úr um­ferð síðastliðið sunnu­dags­kvöld játaði neyslu am­feta­míns. Við hús­leit sem gerð var á heim­ili hans að feng­inni heim­ild fund­ust meint fíkni­efni sem hann játaði að eiga. Fé­lagi hans, sem með hon­um býr, fram­vísaði einnig fíkni­efn­um.

Ann­ar ökumaður sem var tek­inn úr um­ferð vegna gruns um fíkni­efna­akst­ur var jafn­framt kærður fyr­ir hraðakst­ur og ók svipt­ur öku­rétt­ind­um.