sudurnes.net
Gervineglur urðu að lögreglumáli - Local Sudurnes
Íbúar í fjölbýli á Suðurnesjum höfðu nýverið samband við lögreglu og kvörtuðu undan mjög sterkri og óþolandi vondri lykt í stigaganginum. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndust íbúarnir síst hafa ýkt ástandið og kom fýlan frá tiltekinni íbúð. Íbúi hennar kom til dyra og kvaðst vera að setja gervineglur á stúlku þar inni og af því stafaði lyktin. Viðkomandi var vinsamlegast bent á að svona gæti þetta ekki gengið því nær ólíft væri í stigaganginum og íbúarnir kvörtuðu sáran. Konunni, sem um var að ræða, var jafnframt tilkynnt að Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja yrði gert viðvart og var það síðan gert. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnStela blómum og jafnvel krossum af leiðum – “Hversu lágt er hægt að leggjast?”Mikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkVirkja SMS-skilaboð vegna jarðskjálftaSlysagildra við Greniteig – “Margir eru að keyra eins og fantar”Áfram lok, lok og læs í VogumRýmingaráætlun fyrir Reykjanesbæ tilbúinErlendur tekinn í tolli – Staðgreiddi sekt vegna fíkniefnainnflutningsEldur í fjölbýlishúsi við MávabrautMisjöfn viðbrögð við úrræði Heimavalla – Íbúar ósáttir en formaður VR segir úrræðið fagnaðarefni