sudurnes.net
Löggudagbókin: Háar sektir og afstungur frá umferðaróhöppum - Local Sudurnes
Ökumaður, í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem mældist á 134 km hraða um helgina þar sem hámarkshraði er 90 km þarf að greiða 150 þúsund krónur í sekt. Nokkrir til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu og fáeinir til viðbótar gerðust brotlegir við umferðarlög með öðrum hætti, svo sem afstungum frá umferðaróhöppum. Nokkur umferðaróhöpp urðu í umdæminu um helgina. Jepplingur og flutningabifreið rákust saman á Garðbraut. Ekki urðu slys á fólki. Þá varð árekstur á hringtorgi á Reykjanesbraut þar sem ökumaður virti ekki biðskyldu við hringtorgið en ók viðstöðulaust inn á það og hafnaði á bifreið sem var þar fyrir. Ökumenn sluppu við meiðsl. Meira frá SuðurnesjumÓk réttindalaus með börnin í bílnumTekinn á 134 km/h á ReykjnesbrautÁtta ökumenn handteknir í vikunniMargir á hraðferð – Einn stöðvaður á rúmlega tvöföldum leyfilegum hraðaÁtta teknir á of miklum hraða og fáeinir með fíkniefniNokkrir hafa farið of hratt yfir í vikunni og fáeinir verið vímaðirRúmlega tuttugu teknir fyrir hraðakstur – Erlendir ökumenn greiddu háar sektirAtli Már um Teslu-málið: “Fékk engar upplýsingar hjá lögreglunni á Suðurnesjum”Sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu – Aka þurfti lögreglubifreið utan í bifreiðinaÁkærður fyrir að hafa stofnað lífi vegfarenda í hættu – Ók á öðru hundraðinu um Hafnargötu