sudurnes.net
Tekinn undir áhrifum áfengis og fíkniefna á rúntinum - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrrakvöld ökumann eftir að hann hafði viðurkennt fíkniefnaneyslu örfáum mínútum áður en að hann hóf aksturinn. Áður hafði annar ökumaður verið handtekinn grunaður um neyslu áfengis og fíkniefna, sá viðurkenndi einnig vörslu amfetamíns og kannabis og var ofan í kaupið án ökuréttinda. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir glæfraakstur en þeir höfðu gert sér að leik að spóla og aka mjög ógætilega við gatnamót í Keflavík. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru ótryggðar í umferðinni.. Meira frá SuðurnesjumÖlvaður á Þjóðbraut með barnunga dóttur á ferðinniÖkumaður undir áhrifum fíkniefna ók aftan á tengivagnTýndur Keflavíkurannáll loks fundinnHafa haft afskipti af yfir 400 ökumönnum á tveimur vikumReyndi að villa um fyrir lögregluFramkvæmdum við undirgöng miðar velNíu kærðir fyrir hraðakstur og einn fyrir ölvunaraksturGrunaðir um ölvun við akstur á of miklum hraða með aðra bifreið í eftirdragiErlendur ferðamaður á hraðferð fékk 100 þúsund króna sektPróflaus undir áhrifum fíkniefna lét ekki segjast og var handtekinn tvisvar