sudurnes.net
Fá ekki að byggja skemmu við iðnaðarhús - Local Sudurnes
Lóðarhafi Grófar 19a óskaði heimildar hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar til að reisa 250 fermetra skemmu á lóðinni með erindi dags. 13. júlí 2023, en erindinu var hafnað þar sem hverfið er skipulagt sem miðsvæði og bygging skemmu samræmist ekki stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu á svæðinu. Töluvert hefur þó verið byggt af iðnaðarhúsnæði í nágrenninu undanfarin misseri auk þess sem slíkt húsnæði er í byggingu þessi dægrin í nálægð við fyrrnefnda lóð. Bókun umhverfs- og skipulagsráðs vegna málsins: Við síðustu endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar var hverfið skilgreint sem miðsvæði. Fjölgun lóða undir skemmur samræmist ekki stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins. Lóðarleigusamningi verður ekki breytt. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindinu. Mynd: skjáskot / vefur Reykjanesbæjar Meira frá SuðurnesjumEr þetta óheppilegasta slagorð ársins? – Sjáðu myndina!Glæsilegt 130 milljóna hús á sölu í Njarðvík – Sjáðu myndirnar!FöstudagsÁrni spyr: Þarf Ríkislögreglustjóri leyfi borgarstjóra til að sinna verkefnum sínum?Ísak Ernir dæmir í Las Vegas – NBA aldrei áður boðið íslenskum dómara þátttökuFlýta opnun Lindex í ReykjanesbæMarcelina sigraði hæfileikakeppni SamsuðGarðar “IceRedneck” sér um leikmannakynningu í LjónagryfjuJóhann Birnir: “Spilamennskan verið fín uppá síðkastið”Langmest aukning hjá hótelum á SuðurnesjumFékk 8,7 milljónir króna vegna skýrslugerðar – Ferðakostnaðurinn rúm milljón