Vímaður á vespu sviptur ævilangt
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum tekið nokkra ökumenn úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Einn þeirra var á ferðinni á vespu og sýndu niðurstöður sýnatöku jákvæða niðurstöðu á fíkniefnaneyslu. Þá ók hann sviptur ökuréttindum ævilangt.
Annar var ekki með skráð ökuréttindi og hafði lögregla áður heft afskipti af honum vegna þess.