sudurnes.net
Fjölskylduvæn hjólaferð í boði Þríþrautardeildar UMFN - Local Sudurnes
Þríþrautardeild UMFN, 3N, býður bæjarbúum og öðrum sem áhuga hafa á hjólreiðum í hjólaferð um Reykjanesbæ, fimmtudaginn 6. júlí næstkomandi. Lagt verður af stað klukkan 19, undir stjórn Rúnars Helgasonar hjá 3N. Hjólað verður frá Reykjaneshöllinni og upp á Ásbrú þar sem hjólað verður á nýjum stígum. Leiðin til baka að Reykjaneshöll verður farin meðfram sjónum. Ferðin er fjölskylduvæn og tilvalið tækifæri fyrir innan sem og utanbæjarfólk til þess að kynnast útivistarleiðum í Reykjanesbæ. Enginn þátttökukostnaður er í ferðina. Meira frá SuðurnesjumYoga í Skrúðgarðinum í dag – Skólamatur býður upp á hressinguNorræna félagið býður ungmennum á námskeið í SvíþjóðGestum Kvikunnar fjölgað verulegaÞúsund manns fengu sér súpu í boði Nettó – Unnin úr hráefni sem annars væri hentNámskeið fyrir foreldra – Byggð á jákvæðum og árangursríkum uppeldisaðferðumRokkað gegn ofbeldi – Stelpur rokka á Ásbrú helgina 21. – 24 júlíAftur til fortíðar: Myndaleikur Isavia – Sjáðu allar myndirnar!Meiri vinnuskólavinna – “Skiptir miklu máli að unglingar vakni snemma á sumrin”Framtíðarþing um farsæl efri ár í Reykjanesbæ – Óskað eftir þátttakendumSbarro opnar á KEF