sudurnes.net
Landsliðsþjálfari Austurríkis stjórnar Vogabúum í bikarkeppni HSÍ - Local Sudurnes
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis mun stjórna liði Þróttar Vogum í handknattleik, sem mætir Gróttu í Coca-Cola bikarnum í kvöld. Logi Geirsson, Þórir Ólafsson og Bjarki Sigurðsson verða á meðal leikmanna í liðinu, en Þróttarar hafa undanfarin ár mætt með skemmtilegt lið til leiks í bikarnum. Í markinu verður fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson. Hornamenn verða Þórir Ólafsson, Einar Örn Jónsson og Stefán Baldvin Stefánsson. Í hópi útileikmanna eru menn eins og Logi Geirsson, Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson, Hjalti Pálmason, Halldór Ingólfsson og Bjarki Sigurðsson, segir í frétt Vísis. Á línunni verður Haraldur Þorvarðarson og þeir Guðlaugur Arnarsson og Sigurgeir Árni Ægisson munu svo sjá um hitan og þungan af varnarleiknum. Meira frá SuðurnesjumVoga Þróttarar ósáttir við HSÍ og Reykjavíkur Þrótt: “Einhverjir vildu bregða fyrir okkur fæti”Uppskeruhátíð yngri flokka NjarðvíkurArnar tekur við NjarðvíkVíðir með fullt hús stiga eftir sigur á Einherja – Hafa aðeins fengið á sig eitt markBjörk framlengir við NjarðvíkCarmen Tyson-Thomas með stórleik í mikilvægum Njarðvíkursigri14 Grindvíkingar í æfingahópum unglingalandsliðanna í körfuknattleikVíðir og Magni skildu jöfnLogi verður áfram hjá NjarðvíkingumÞróttarar lögðu KR-inga í Coca-Cola bikarnum