sudurnes.net
Loka Grindavíkurvegi í báðar áttir vegna framkvæmda - Local Sudurnes
Fimmtudaginn og föstudaginn 27.-28. júlí er stefnt á að malbika báðar akreinar á Grindavíkurvegi. Veginum verður lokað til norðurs við Nesveg báða dagana og umferð til Grindavíkur frá Reykjanesbraut verður beint á þá akrein sem ekki er verið að vinna á hverju sinni. Einnig verður lokað frá Norðurljósavegi inn á Grindavíkurveg. Hjáleið verður um Nesveg, Hafnaveg, Reykjanesbraut og Krýsuvíkurveg. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.57. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 05:00 til kl. 17:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Meira frá SuðurnesjumÍbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjarLoka fyrir aðgang að gosstöðvum vegna mengunarHvetja bæjarbúa til að lýsa upp skammdegið á LjósanóttÍbúum hleypt til Grindavíkur um tvær leiðir – Svona verður framkvæmdinReykjanesbraut lokuð að hluta í kvöld og nóttÍbúafundur um skipulagsmál í Reykjanesbæ á laugardagBæjarráð ræðir sláttinnMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkGripinn glóðvolgur við tilraun til innbrotsÍbúafundur um atvinnumál