Nýjast á Local Suðurnes

Níu ára stúlka bitin af hundi – Lögregla óska eftir að komast í samband við vitni

Níu ára stúlka var bitin af hundi við Heiðarskóla í dag. Lögregla greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og óskar eftir að komast í samband við eiganda hundsins og vitni að atvikinu.

Að sögn lögreglu er stúlkan mjög skelkuð eftir lífsreynsluna. Vitni geta haft samband við lögreglu í gegnum neyðarlínuna í síma 112.