sudurnes.net
Ómar Jóhannsson hættur hjá Njarðvík - Local Sudurnes
Ómar Jóhannsson er hættur sem aðstoðarþjálfari og markvörður Njarðvíkinga í knattspyrnu. Ómar, sem hefur leikið með Njarðvíkingum undanfarin ár samhliða aðstoðarþjálfarastöðunni staðfesti þetta í samtali við Suðurnes.net og sagði framtíðina óráðna í boltanum. Aðspurður hvort hanskarnir væru á leið á hilluna frægu, sagði Ómar, sem á að baki 229 leiki með meistarflokki og 34 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, skrokkinn vera í góðu lagi og hann myndi halda áfram í boltanum ef eitthvað spennandi tækifæri kæmi inn á borð til hans. “Ég er bara að skoða stöðuna, í rauninni. Ég er nokkuð góður í skrokknum þannig að ef eitthvað spennandi tækifæri kemur upp um að spila þá getur verið að ég taki það.” Sagði Ómar. Meira frá SuðurnesjumKeflavík fór létt með Njarðvík – “Hefðum tapað með 70 stigum ef Keflavík hefði spilað vel”Keflavík heldur toppsætinu – Grindavík tapaði gegn nýliðunumSuðurnesjasigrar í Dominos-deildinni í kvöld – Framlengja þurfti í GrindavíkFriðrik áfram formaður í NjarðvíkKeflavík enn á toppnum þrátt fyrir ótrúlegt tap“Langaði að hætta í fótbolta, íþróttinni sem ég lifði fyrir”Agnar Mar Gunnarsson tekur við kvennaliði NjarðvíkurKeflvíkingar kaupa öflugan U21 landsliðsmannÖflugir ungir leikmenn semja við NjarðvíkDaníel Guðni Guðmundsson ráðinn til Njarðvíkur