sudurnes.net
Silja Dögg fær fyrstu þingsályktunartillögu sína samþykkta á alþingi - Local Sudurnes
Alþingi hefur samþykkt að þingsályktunartillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur um að fela heilbrigðisráðherra að endurskoða reglur um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða fyrir árslok 2016. Við endurskoðunina verður meðal annars gætt að því að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar og að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sé óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir. Þetta er fyrsta þingsályktunartillagan sem Silja Dögg fær samþykkta sem aðalflutningsmaður og hún var að vonum ánægð. “Það var ansi góð stund.Ég vil þakka meðflutningsmönnu mínum og Velferðarnefnd fyrir stuðning og góða samvinnu.” Segir Silja í Facebook-færslu sem hún ritaði í tilefni af samþykktinni. Meira frá SuðurnesjumKjartan hættur hjá Kadeco – Stjórn endurskoðar starfsemi og stefnu félagsinsGarður stendur vel fjárhagslegaVinasetrinu verður lokað um áramót – Um 30 börn dvelja á heimilinu um helgarÓþekktu milljarðamæringarnir skoða fjárfestingamöguleika á ÁsbrúLjósanótt fór vel fram – Árgangagangan grímulaus að mestuSkýrist í september hvort Reykjanes Geopark fái vottunMoss nálægt fyrstu Michelin stjörnunniÍbúar hjálpi til við fegrun bæjarins – Veita viðurkenningar á LjósanóttFáir yfirmenn Reykjanesbæjar greiða útsvar til sveitarfélagsinsSlasaðist illa í andliti eftir fall af hlaupahjóli