sudurnes.net
Grindvíkingar halda toppsætinu - Local Sudurnes
Fyrirfram var búist við hörkuleik þegar Augnablik tók á móti Grindavík í Fagralundi í kvöld, enda liðin í fyrsta og öðru sæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Sú varð raunin og sættust liðin á 1-1 jafntefli. Grindvíkingar sem náðu forystunni í leiknum þegar Lauren Brennan skoraði og kom þeim yfir, 1-0. Augnablik tókst þó að jafna þegar stutt var eftir af hálfleiknum og staðan í hálfleik því 1-1. Síðari hálfleikur var síðan markalaus og liðin sættust því á jafnan hlut. Grindvíkingar halda því toppsæti deildarinnar með 15 stig eftir sex umferðir. Meira frá SuðurnesjumSigrar hjá Keflavík og Grindavík í kvennaboltanumLandsliðsmarkvörður og markaskorari áfram í GrindavíkGrindavíkurliðin hafa skorað mest allra í deildarkeppnum í sumarSuðurnesjaliðin með sigra – Tvíframlengdur spennutryllir á SauðárkrókiLangþráður Njarðvíkursigur – Tvö mörk í uppbótartímaEnskir tvíburar til GrindavíkurÖruggt hjá Keflavík gegn FjölniBaráttusigur hjá Njarðvíkingum gegn HaukumLaunakostnaður Keflavíkur um 130 milljónir króna – Mestur hagnaður hjá NjarðvíkGrindavík í Pepsí-deildina – Sjálfsmark á lokamínútum varð Keflavík að falli