sudurnes.net
Skemmdarverk unnin á nokkrum bílum - Biðla til foreldra að ræða við börn sín - Local Sudurnes
Skemmdarverk voru unnin á nokkrum bifreiðum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík í nótt. Talið er að hópur unglinga beri ábyrgð á skemmdarverkunum, en frá þessu er greint í umræðum í lokuðum hópi íbúa Innri-Njarðvíkur á Facebook. Þar kemur fram að málið sé komið inn á borð lögreglu. Tjónið á bifreiðunum mun vera umtalsvert, en unnar voru skemmdir á að minnsta kosti þremur vörubifreiðum auk dráttarvagna. Í umræðum um málið er biðlað til foreldra að ræða við börn sín, en talið er að hópurinn telji um 8-10 unglinga. Meira frá SuðurnesjumGripinn glóðvolgur við tilraun til innbrotsMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnÍbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjarGrunsamlegar mannaferðir tilkynntar til lögregluBreytingar á leiðakerfi standa – “Verður nóg að gera í skutlinu”Frítt á völlinn fyrir þátttakendur í áheitaleik Njarðvíkur – Einnig frítt á völlinn í VogumRýmri tími fyrir GrindvíkingaGeyma kol undir berum himni – “Líður eins og við séum komin 100 ár aftur í tímann”Fá fimm mínútur til að sækja nauðsynjar – Svona fer aðgerðin fram!Grunnskólar settir á mánudag – 250 börn hefja skólagöngu í Reykjanesbæ