sudurnes.net
Mikið magn af stolnum farangri fannst í runnum við flugstöðina - Local Sudurnes
Tveir flugfarþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar urðu fyrir því í vikunni að öllum farangri þeirra var stolið. Borgari í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum sá skömmu síðar hvar maður var að bjástra eitthvað í runnum við göngustíg ekki langt frá flugstöðinni. Borgarinn ákvað að grennslast fyrir um athafnir mannsins, sem hafði þá látið sig hverfa, og sá þá mikið magn af farangri. Lögregla tók munina saman og afhenti eigendunum þá. Meira frá SuðurnesjumJóhann Friðrik: “Hef alltaf lagt mikið uppúr góðum samskiptum við fólk”Magnea Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi látinFöstudagsÁrni: Níræður fyrrum páfi er stuðbolti af Guðs náðÞyrla kölluð út til leitar eftir að ekki náðist samband við fiskibátMæðgur sóttar á Fagradalsfjall af björgunarsveitFingralangir ferðalangar stálu áfengi af ferðalöngum á ferðalagiEftirlýstur kýldi lögreglumann í andlitiðDaníel og Jón Ragnar taka við GerðaskólaMikið fjör og frumlegir búningar á “Öskudagur got talent” – Myndir!Kótilettur til styrktar börnum á Suðurnesjum