Gísli og Hafsteinn fá ekki að dæma í úrslitum bikarsins – “Erum sárir og svekktir”

Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, eitt reyndasta dómarapar landsins munu ekki dæma neinn af undanúrslita- eða úrslitaleikjum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla og kvenna, sem fram fara í Laugardalshöll um helgina.
Gísli segist í samtali við Morgunblaðið í dag ekki vita hvers vegna þeir félagar fái ekki að taka þátt í úrslitahelginni að þessu sinni, enda svari formaður dómaranefndar ekki símtölum.
„Sú staðreynd að við fengjum ekki einn af leikjunum sex hefur legið fyrir í nokkra daga. Síðan hef ég reynt að ná í Guðjón [formann dómaranefndar] en hann hefur ekki svarað í síma. Við teljum okkur ekki eiga skilið framkomu af þessu tagi eftir hafa verið duglegir að dæma í rúm 30 ár. Við erum sárir og svekktir.“ Sagði Gísli
„Ef Guðjón hefði hringt í okkur og skýrt fyrir okkur af hverju við værum ekki inni í myndinni hefðum við kannski sætt okkur við þessa staðreynd,“ sagði Gísli við Morgunblaðið.