sudurnes.net
Fá ekki lóð á besta stað undir verslunarhúsnæði - Local Sudurnes
Áformum Fagkaupa, um að reisa 3000 fermetra atvinnuhúsnæði undir starfsemi fyrirtækisins við Sjávargötu hefur verið hafnað af umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar. Fyrirtækið lagði inn erindi þessa efnis í apríl ásamt uppdráttum arkitekta. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs kemur fram að unnið sé að tillögu að fyrirkomulagi gatnatenginu Grænás, Njarðarbrautar og hafnarsvæðis og því ekki sé tímabært að stofna lóð og úthluta á umræddum stað. Fyrirhuguð starfsemi fellur engu að síður vel að uppbyggingu svæðisins í heild og verður umhverfis- og framkvæmdasviði falið að vinna áfram með málsaðila og kanna alla kosti, segir jafnframt í fundargerðinni. Meira frá SuðurnesjumStálu talsverðu magni af hinum ýmsu lyfjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnAllt rafrænt hjá HS VeitumReyndi að smygla umferðarskilti úr landiHelmingur félagsmanna VSFK misst vinnuna að hluta eða öllu leytiYfir 3.000 fermetrar seldir á Ásbrú árið 2015 – Nær allt iðnaðarhúsnæði í útleiguUnnið að listfræðilegri skráningu verka í eigu ReykjanesbæjarHluti Njarðvíkur án rafmagns í nóttHUG-Verktakar áttu lægsta tilboð í endurbætur á viðhaldsverkstæði IsaviaBlue Lagoon Challenge fjallahjólakeppnin verður erfiðari en áður