sudurnes.net
Rúmlega þúsund manns við gosstöðvarnar daglega - Local Sudurnes
Sam­kvæmt mælaborði Ferðamála­stofu, sem birtir upplýsingar um fjölda ferðamanna sem heimsækja gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í rauntíma, hafa í heild­ina 324.778 ein­stak­ling­ar farið og séð gosið frá upp­hafi. Um­ferðin hef­ur því verið stöðug und­an­farna mánuði. Mest var um­ferðin í byrj­un en fyrstu dag­ana voru að jafnaði rúm­lega sex þúsund manns sem gerðu sér ferð dag­lega að gosstöðvun­um. Frá því kvika hætti að renna úr gígn­um þann 18. sept­em­ber síðastliðinn fram að laug­ar­deg­in­um 16. októ­ber hafa 29.406 manns gert sér ferð að gosstöðvun­um eða rétt rúm­lega þúsund á dag. Meira frá SuðurnesjumÍsland – Austurríki á risaskjá í skrúðgarðinum – Flott veðurspá fyrir daginnBlóðbankabíllinn verður í Reykjanesbæ þann 16. febrúarÁrsgamalt umferðarslys til rannsóknar – Leita vitnaYfir 1300 léku listir sínar á skautumLandsliðstreyja seldist á 1,8 milljónir – Rennur í styrktarsjóð Kolfinnu RánarMilljónirnar streyma inn – Gestir Bláa lónsins greiða um 16 milljónir króna í aðgangseyri á dagAuka þjónustu við barnafólk með hækkunum á niðurgreiðslum og hvatagreiðslumFlugeldasýning í Grindavík í kvöldAllir leikirnir í 16-liða úrslitunum sýndir á EM-Skjánum110 íbúðir rísa við Framnesveg